LungA-skólinn er sjálfstæð stofnun rekin af listamönnum. Hann er líka ákveðnar kringumstæður þar sem við gerum tilraunir með listrænar og náttúrubundnar athafnir sem leið til að gera, hugsa og vera, til að rækta, trufla, afbaka og umbreyta hugmyndum okkar um fagurferði, nám, skynjun og góða dómgreind.

Nafnið gefur til kynna að við lítum á þessar kringumstæður sem skóla, en ef við ímyndum okkur að við köllum hann ekki bara skóla heldur eitthvað annað, til dæmis listaverk eða kommúnu geta þau hugtök átt vel við, og ekki bara passað heldur lýst öðrum nauðsynlegum þáttum þessara aðstæðna. Það er ekki nóg að tala bara um þetta sem skóla ef við viljum lýsa honum á þann hátt sem gæti miðlað betur upplifuninni af því að vera hér. Þetta þýðir að við höfum verið að þróa nokkrar raddir sem standa í öllum hornum skólans og tala við þá þætti sem þær sjá. Og saman mynda þau betri mynd.

Við erum lítill skóli vegna þess að það gerir okkur kleift að einbeita okkur að öllum þátttakendum sem velja að mæta. Við hvetjum til sérstöðu einstaklingsins og styðjum þátttakendur á leið þeirra í átt að sterkari sjálfsvitund ásamt því að þrá skilning á heiminum sem við lifum í og getu þeirra til að taka þátt í honum. Við gerum þetta í gegnum tungumálið, listiðkun og veru í náttúrunni.

Við kappkostum við að veita þátttakendum tilraunakennda fræðsluupplifun sem gefur grunn fyrir frekari listsköpun og nám, atvinnulífið og lífið almennt.

Þar sem LungA-skólinn er alþjóðlegur eru allir hlutar námsins á ensku.

Seyðisfjörður

Skólinn er staðsettur á Seyðisfirði, litlu þorpi milli fjalla á Austurlandi. Staður þar sem allt er mögulegt. Með björtum sumrum, dimmum vetrum, fallegri náttúru og það sem er mikilvægast, fjarlægð frá umheiminum. Þetta gefur tækifæri til dýpri einbeitingar, innblásturs og ítarlegra tilrauna.

Seyðisfjörður hefur í mörg ár verið miðstöð listafólks og annara skapandi aðila og þar gerast menningarviðburðir og önnur framtök allt árið um kring. Þessi einstaki staður gefur tækifæri til dýpri einbeitingar, innblásturs, ítarlegra tilrauna og samvinnu með öðrum rýmum, framtökum og fólki sem býr í firðinum. Þar á meðal er Félagsmiðstöðin Herðubreið, List í Ljósi, Flat Earth Film Festival, HEIMA art collective, Myndlistarmiðstöðin Skaftfell, Skálanes náttúru- og menningarsetur og Herðubíó, eina bíóið á Austurlandi.

Aðstaða LungA-skólans er víðsvegar um bæinn. Þátttakendur munu bjóða upp á opna viðburði og sýningar á meðan námi stendur og taka þátt í samfélaginu á fjölbreyttan hátt.