LungA-skólinn býður upp á 12 vikna LISTnám sem fer fram tvisvar á ári, á vorin og haustin og 12 vikna LANDnám einu sinni á ári. Skólinn er á Seyðisfirði þar sem þú munt vera og búa í skólanum á meðan námi stendur.

Umsóknarferli

Hver umsóknarlota er opin í þrjá mánuði. Eftir frestinn munu brautarstjórar taka sér einn mánuð til að lesa, íhuga og ræða umsóknirnar og þá hópsamsetningu sem þau sjá sem fjölbreytta, eflandi og áhugaverða. Brautarstjórar munu hafa samband við þig varðandi umsókn þína innan fjögurra vikna.

Verð

Þátttakendur greiða gjald til að sækja LungA-skólann. Innifalið í verði er kennsla, vinnurými, fullt fæði (morgun-, hádegis-, og kvöldverður á virkum dögum og morgun-, og kvöldverður um helgar), gisting í tólf vikur, efniviður fyrir vinnustofur og tæki og tól tengd náminu. Leitaðu ráða hjá þínu stéttarfélagi og sveitarfélagi varðandi fjárhagsaðstoð.

Einhverjir menntaskólar og listnámsskólar meta einingar úr þessu námi.

Verð fyrir tólf vikna önn er 600.000 kr.

Athugið að þátttakendur sem fá boð í skólann þurfa að greiða staðfestingargjald, 50.000 kr. innan tveggja vikna til að tryggja sér sæti. Staðfestingargjaldið gengur upp í skólagjald sem þarf að greiða að fullu áður en skólinn hefst.

Hver getur sótt um

Allir geta sótt um; Engin sérstök reynsla er nauðsynleg. Ekkert aldurstakmark er í LungA-skólann en flestir nemendur okkar eru á aldrinum 18–30 ára.

Fjöldi þátttakenda

LIST-brautin rúmar 18 þátttakendur auk gestakennara, gestalistamanna og brautarstjóra.

LAND-brautin rúmar 16 þátttakendur auk gestakennara, gestalistamanna og brautarstjóra.

Gisting

Allir nemendur búa á Seyðisfirði í ýmist eins manns, tveggja eða þriggja manna herbergjum. Skólinn útvegar gistingu í tvo daga áður en námið hefst og tveimur dögum eftir að því lýkur. Þátttakendur búa saman og sjá um húsin og önnur rými saman.

Matur

Skólinn býður upp á eldaðan hádegis- og kvöldverð á virkum dögum. Þátttakendur sjá saman um morgunverð alla daga og kvöldverð um helgar en matarkostnaður er innifalinn í þátttökugjaldi.

Hvernig er Seyðisfjörður?

Seyðisfjörður er ekki stór bær – en hann er frábær bær! Og þrátt fyrir smæðina er innisundlaug, kaffihús, matvöruverslun, bar, sjúkrahús, gestavinnustofur og gallerí, golfvöllur, skíðasvæði, bíó og margt fleira.

Að ferðast til Seyðisfjarðar

Ef þú býrð erlendis eru nokkrar leiðir til að komast til Seyðisfjarðar. Einn valkostur er að taka Norrænu, Smyril Line ferjuna. Siglt er vikulega til Seyðisfjarðar frá Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Annar kostur er að fljúga til Keflavíkurflugvallar og annað hvort taka þaðan rútu eða keyra í 8–10 klst., eða fljúga til Egilsstaða (20 mínútna akstur frá Seyðisfirði). Hægt er að taka rútu til Seyðisfjarðar frá Egilsstöðum.