Ný viðbót við samsetninguna sem LungA skólinn er tólf vikna önn sem ræðst af árstíðunum. Hún kallast LAND þar sem árstíðirnar hreyfa við skólastarfinu.

Önnin samanstendur af námskeiðsvikum með gestakennurum, hugsuðum, handverks- og fagfólki úr ýmsum greinum í takt við hreyfingu um landið og hreyfingu landsins. LAND er rými til þess að tengjast landinu á dýpri hátt, hvar sem við erum. LAND er tilraun til að dýpka tilfinninguna sem fylgir því að tilheyra náttúrunni – landinu – og okkur sjálfum.

Þátttakendur dvelja og búa á Seyðisfirði á meðan önnin stendur yfir.

Við hvetjum allt áhugafólk um náttúru til að sækja um. Hvort sem þú ert með reynslu eða hefur lokið námi á vistfræðimiðuðum sviðum eða sækir innblástur frá náttúrunni í vinnu eða daglegu lífi þá viljum við gjarnan sjá umsóknina þína.

Í umsókninni viljum við sjá áhuga þinn á náttúrunni og okkur sem fólki í náttúrunni. Að þú sért opið fyrir áskorunum, líkamlegum og andlegum og tilbúið fyrir hið óvænta þegar við könnum og reynum að stytta bilið milli manns sem dýrs og dýrs sem manns.