Skóli getur verið ýmislegt, en þessi skóli sem við erum að búa til er skóli sem er vísvitandi utan allra framleiðslukerfa og festu og getur þannig boðið upp á gagnleysi sitt sem verðmætan og gagnlegan kost, hversu þversagnarkennt sem það hljómar. Við erum skóli sem krefst þess að verðmæti og tilvist þeirra hluta sem ekki er hægt að mæla séu metin og krefjumst þess að þeim sé ákennt. Við krefjumst þess að opna á það hvernig við sjáum, hugsum og gerum. Við krefjumst þess að það að sjá, hugsa og gera séu ekki aðskildar athafnir. Við krefjumst þess að allar kringumstæður hafi óendanlega möguleika og allir sem eru til staðar geti dregið þá möguleika fram. Við krefjumst þess að gefa öllum tíma, rými, stuðning og mögnum upp mál þeirra, svo að sá háttur sem þau hafa í samskiptum í efnislegum og óefnislegum aðstæðum, þróist og taki rætur í þeim og þeirra lífi.

Nokkrir punktar

1

Skólinn er orðinn til og er enn að verða til. Í þessu tilveruferli er hann ekki aðeins að breyta sjálfum sér og umbreytast, heldur er hann líka að gjörbreyta sínum eigin grunni og öllum sem taka þátt. Seyðisfjörður er aldrei eins. Þátttakendur eru ekki þeir sömu og við erum svo sannarlega ekki söm. Skólinn hefur aldrei verið annað en þessar stöðugu umbreytingar - þessi merkilega, lifandi starfsemi sem kemst undan skilgreiningum til þess að halda lífi.

2

Hver önn hér er tónsmíð, sett upp í kringumstæður, nótur um streng. Hver nóta er á sínum rétta stað, sem gæti verið hvaða staður sem er, en gæti aftur á móti ekki verið hvar sem er. Hún er þar sem hún er. Þessar aðstæður eiga sér upphaf en þróast að mestu á ófyrirsjáanlegan hátt, fylla upp í tómið milli nótnanna og skapa heild í flutningi tónverksins. Og hver útgáfa er frábrugðin annarri, þó það sé augljóst að verkið er tiltekin tónsmíð en ekki einhver önnur. 

Við erum meðvituð á meðan við gefum okkur á vald ókunnugrar rökvísi.

3

Nútímaleg, óhefðbundin menntun verður að vera samþætt, meðvituð, félagsleg iðja sem skapar umhverfi til tilrauna á sama tíma og hún leysir upp mörk stofnunarinnar. List er ekki sjónarspil fjarlægt áhorfandanum heldur samþætt upplifun lífsins. Framlag einstaklings til samfélaga sinna er ekki bara það sem þau framleiða heldur hvernig þau fremja og eru til með samferðafólki sínu, mönnum og öðrum verum.

Innan listnámsins okkar máir listræn vinna út mörkin milli lífs og listar. Það brýtur niður múra listastofnana og umbreytir þeim í einlægar menningarstofnanir sem gera tilraunir með þennan sameiginlega veruhátt í gegn um listrænt starf.


Við trúum því að skóli sé ekki staður eða námstímabil heldur sameiginleg iðkun og eiginleiki sem við sköpum öll og hlúum að þegar við erum saman komin hér í firðinum. Skólinn er bara til þegar hann er til.